Frambjóðendakönnun
Um frambjóðendakönnun ÍsKos
Frambjóðendakönnun ÍsKos hefur verið send í kjölfar hverra Alþingiskosninga frá árinu 2009 til allra frambjóðenda sem eru á lista þeirra flokka sem náð hafa kjöri á þing.
Til að nálgast gögnin er hægt að senda tölvupóst á stjórnendateymi ÍsKos (icenes@hi.is) og sækja um aðgang. Sé aðgangur veittur þurfa notendur að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu um meðhöndlun og notkun gagnanna.
Aðferðafræði
Frambjóðendakönnunin er send með tölvupósti til frambjóðenda. Meðal annars er spurt um bakgrunn í stjórnmálum, kosningabaráttuna og fjölmiðlanotkun, málefnaáherslur, afstöðu til lýðræðis og hugmyndafræðilegar áherslur. Frambjóðendakönnunin er hluti af CCS (Comparative Candidate Survey) sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni um frambjóðendakannanir þar sem lagðar eru fyrir sömu spurningar í meira en 20 ríkjum sem eru hluti af CCS. Spurningalisti frambjóðendakönnunarinnar er að meginhluta byggð á spurningalista CCS.
Frambjóðendakannanir ÍsKos
Ár |
Úrtaksstærð | Svarhlutfall (%) |
---|---|---|
2009 |
756 |
67.7 |
2013 |
756 |
68.3 |
2016 |
882 |
65.1 |
2017 |
1,008 |
48.0 |