Íslenska kosningarannsóknin (ÍsKos) gegnir burðarhlutverki í rannsóknum á stjórnmálaviðhorfum og kosningahegðun íslensks almennings. Rannsóknin var fyrst framkvæmd árið 1983 og hefur síðan þá verið framkvæmd eftir allar kosningar til Alþingis.

ÍsKos samanstendur í dag af þremur rannsóknum; kjósendakönnun eftir kosningar, kosningabaráttukönnun og frambjóðendakönnun. Gætt hefur verið samræmis í spurningum á milli ára og að gögn séu sambærileg, líka við kosningarannsóknir í öðrum ríkjum. Kjósendahluti ÍsKos myndar þannig gagnagrunn byggðan á lengstu tímaröð spurningakannana sem til er innan félagsvísinda á Íslandi.

Image
Logo ÍsKos