Kjósendakönnun

Um kjósendakönnun ÍsKos

Íslenska kosningarannsóknin (ÍsKos) var fyrst framkvæmd árið 1983 þegar spurningakönnun var lögð fyrir kjósendur eftir Alþingiskosningarnar það ár. Síðan þá hefur könnunin verið gerð eftir hverjar Alþingiskosningar.

Gögn kjósendakönnunarinnar eru aðgengileg í opnum aðgangi á vef GAGNÍS.

Aðferðafræði

Könnunin hefur að langmestu leyti verið lögð fyrir sem símakönnun. Í könnuninni árið 1983 voru þó notaðar þrjár aðferðir: 2/3 svara kom úr símakönnun, 1/3 úr heimsóknakönnun og fáein svör úr póstkönnun meðal þeirra sem höfðu sveitasíma. Jafnframt fékk hluti úrtaksins árið 2021 styttri útgáfu af könnuninni senda með tölvupósti.

Spurningarnar sem lagðar hafa verið fyrir svarendur eru til dæmis um stjórnmálaþátttöku, afstöðu til lýðræðis og mikilvægra mála á dagskrá stjórnmála, afstöðu til stjórnmálaflokka eða framboðslista, kosningabaráttuna og bakgrunn svarenda. Gætt hefur verið samræmis í spurningum á milli ára og kjósendahluti ÍsKos myndar þannig gagnagrunn byggðan á lengstu tímaröð spurningakannana sem til er innan félagsvísinda á Íslandi.

Könnunin meðal kjósenda eftir kosningar er hluti af CSES (Comparative Studies of Electoral Systems) sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni um kosningarannsóknir þar sem lagðar eru fyrir sömu spurningar í þeim ríkjum sem eru hluti af CSES.

Kjósendakannanir ÍsKos

Ár Úrtaksstærð Svarhlutfall (%) Gögn
1983 1,268 79.1

Fara inn á vef GAGNÍS

1987 2,306 75.7

Fara inn á vef GAGNÍS

1991 2,000 75.0

Fara inn á vef GAGNÍS

1995 2,326 74.0

Fara inn á vef GAGNÍS

1999 2,251 72.5

Fara inn á vef GAGNÍS

2003 2,249 64.3

Fara inn á vef GAGNÍS

2007 2,493 64.0

Fara inn á vef GAGNÍS

2009 2,586 53.6

Fara inn á vef GAGNÍS

2013 2,495 59.3

Fara inn á vef GAGNÍS

2016 2,557 50.7

Fara inn á vef GAGNÍS

2017 3,923 52.8

Fara inn á vef GAGNÍS

2021

   

Þema ÍsKos 2021 var upplýsingamiðlun, krísur og falsfréttir. Gögnin verða gerð aðgengileg eftir að gagnaöflun og frágangi þeirra er lokið.