Kosningabaráttukönnun

Um Kosningabaráttukönnun ÍsKos

Könnun meðal kjósenda á meðan á kosningabaráttunni stendur var fyrst framkvæmd árið 2016 og hefur verið endurtekin eftir hverjar kosningar síðan þá.

Gögn úr kosningabaráttukönnuninni verða aðgengileg í opnum aðgangi á vef GAGNÍS.

Aðferðafræði

Í könnuninni er notuð rúllandi þversniðsaðferð (e. rolling cross section) við útsendingu spurningalistans. Í því felst að tekið er stórt slembirúrtak um það bil mánuði fyrir kosningar og úrtakinu skipt með tilviljun á þá daga sem eru til kosninga. Ef tekið er dæmi um könnun sem á að vera í gangi í 28 daga fyrir kosningar þá er úrtakinu skipti í 28 minni úrtök með tilviljun. Fyrsti hópurinn fær þá senda könnunina 28 dögum fyrir kosningar, næsti 27 dögum fyrir kosningar og þannig koll af kolli. Með rúllandi þversniðsaðferð er hægt greina breytingar á fylgi stjórnmálaflokka og afstöðu kjósenda dag frá degi með áreiðanlegri hætti heldur en ef send er út könnun með t.d. viku millibili eða send er út könnun til sömu þátttakenda fyrir og eftir kosningar. 

Könnunin er send með tölvupósti  á úrtak sem er tekið úr Netpanel Félagsvísindastofnunnar.

Spurningalistinn hefur í meginatriðum skipst í spurningar um líkur á að kjósa og líkur á að kjósa flokk og um helstu málefni kosningabaráttunnar. 

Eftir kosningar er send út eftirfylgnikönnun til allra svarenda þar sem spurt er meðal annars um hvort að viðkomandi kaus og hvaða flokk.