Kosningar 2021
Kosningar 2021
Árið 2021 var Íslenska kosningarannsóknin (ÍsKos) framkvæmd í tólfta sinn. Kosningarannsóknin fól í sér þrjá aðskilda hluta:
- Könnun meðal kjósenda á meðan kosningabaráttu stendur (kosningabaráttuhluti),
- Könnun meðal kjósenda eftir kosningar (kjósendahluti)
- Könnun meðal frambjóðenda þeirra stjórnmálaflokka sem ná kjöri á þing (frambjóðendahluti).
Þema ÍsKos 2021 var upplýsingamiðlun, krísur og falsfréttir og spurningar sem varða þá þætti skipuðu veigamikinn sess í rannsókninni, til viðbótar við kjarnaspurningar um stjórnmálaþátttöku, kosningahegðun og viðhorf.
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hafði umsjón með gagnaöflun.
Upplýsingar um sögu Íslensku kosningarannsóknarinnar má nálgast á síðunni „Saga ÍsKos“.